Fundið fé - Námskeið

Markmiðasetning í fjármálum

Hefur þú sett þér fjárhagsleg markmið? Fyrir suma snúast fjárhagsleg markmið um að eignast varasjóð, greiða niður bílalánið, en fyrir aðra að taka sér leyfi frá vinnu eða skrá sig í draumanámið.  

Á rafræna námskeiðinu Markmiðasetning í fjármálum verður farið í sjálfsvinnu með það að leiðarljósi að finna út hvað er það sem skiptir þig mestu máli og hver þín fjárhaglegu markmið eru. Þú lærir að taka
ákvarðanir um innkaup og útgjöld í samræmi við þínar áherslur og markmið í lífinu og hægt og rólega ferðu að skapa þér jákvæðar venjur sem munu
hjálpa þér að ná markmiðum þínum.  

Þú getur tekið þátt á þessu rafræna námskeiði hvenær sem er og hvenær sem
þér hentar, þú stýrir ferðinni, það eina sem skiptir máli er að byrja! 

Komdu með í fjárhagslegt ferðalag þar sem þú lærir að setja þér skýr fjárhagsleg markmið, góðar venjur og endurmeta útgjöldin þín í samræmi við það sem skiptir þig mestu máli og þú setur í forgang. Námskeiðið kann að vera niðurgreitt af stéttarfélaginu þínu.